Saturday, October 07, 2006

Tíminn líður


Ég var að fatta dálítið sem er nokkuð ógvekjandi. Eftir 17 ár verð ég fertugur. Eruð þið að skilja mig. Þetta er nokkuð stór tala. Þetta er alveg 10+10+10+10!!! En hvað með það. Ég er úrræðagóður ungur drengur. Ég læt fáránlega hluti eins og elli ekki stoppa mig!


Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma í veg fyrir elli.

  1. Finndu upp tímavél sem stoppar tímann. Kostir: Þú eldist ekki og verður áfram ungur. Gallar: Tíminn, jú, stoppast. Allt í kringum þig stoppar, þar á meðal þú, þannig lífið gæti orðið dálítið leiðinlegt til lengdar ásamt því að vera nokkuð dýrt í framkvæmd.


  2. Farðu og ráfaðu um sléttur Síberíu. Samkvæmt heimildum hafa velvarðir loðfílar fundist þar. Ef þér tekst að frosna þá hættir þú að eldast. Frumurnar þínar geymast vel. Kostir: Þú eldist ekki, þetta er ódýrt.


  3. Farðu í Botox einu sinni í mánuði næstu 80 árin. Kostir: Þú helst voðalega unglegur og allir munu dýrka þig fyrir líkamlega fegurð þína. Gallar: Mjög dýrt, möguleiki á Botox eitrun vegna langvarandi notkunar. Gúmmíhúðarsjúkdómur gæti fylgt í kjölfarið.


  4. Búðu til farartæki sem ferðast um á ljóshraða. Þú flýgur í kringum jörðina og nærð að eldast hægar en aðrir. Kostir: Voðalega gaman að ferðast svona hratt og þú eldist mjööög hægt. Gallar: Líkaminn þinn mun sennilega ekki þola ljóshraða og verða að klessu samstundis.

Þegar betur er á litið kemur það í ljós að kannski er nokkuð erfitt að forðast ellina. Eitt ráð hefur þú dugað í gegnum aldirnar. Konur hafa lengi vel notað þessa aðferð við elli og eru hálfgerðir snillingar í henni. Við karlar skulum því leita til kvenfólksins til ráðlegginga. Ég fann einnig forna uppskrift við elli í skjalageymslu ættar minnar.

1.DL Afneitun
7 Bollar hrukkukrem
2 Skeiðar af yngri maka á tveggja ára fresti
300GR af gelgjufötum

Hristist saman og bakist í hugarheimi hvers og eins í ca. 80 ár. Hrærið í og bætið við eftir þörfum.