Margt býr í myrkrinu
Þú labbar í rólegheitum eftir löngum snúnum göngum. Þú veist ekki alveg hvar þú ert, eina sem þú veist er að þú vaknaðir á þessum ókunnuga stað. Gangarnir eru illa viðhaldnir, pípulagnir standa berar úr loftinu og leka. Rakalyktin loðir við loftið og þú heyrir ekkert annað en dimman hlátur bergmála allt í kringum þig einstaka snökkt og kjökur.
Í myrkrinu stendur maður...
Þú labbar áfram eftir göngunum og áttar þig á því að þú ert ekki ein. Þú heyrir í þínum eigin fótatökum og þungan andardrátt þinn. Þú heyrir líka önnur fótatök sem eru aðeins hraðari en þín. Þú stoppar og öll hljóð í kringum þig þagna samstundis.
Í myrkrinu stendur maður...
Allt í einu rísa öll hárin aftan á hálsinum þínum. Kaldur stingandi hrollur brunar niður líkama þinn eins og þruma þegar þú finnur heitan andardrátt aftan á hálsinum þínum. Hálsin þinn stífnar þegar tvær ókunnungar sterkar hendur grípa mjúklega um hann og byrja hægt og rólega að kreista. Hendurnar á þér stífna, þig langar að anda og þú finnur hvernig svitinn sprettur fram. Maginn á þér fer í hnút, hjartað byrjar að slá hraðar og vöðvarnir fara að titra. Þú slærð frá þér og hleypur í burtu. Öll hljóð í kringum þig magnast, snöktin, kjökrið og dimmur hlátur. Þú hleypur lengra og lengra, hraðar og hraðar en veist samt að þú ert ekki sloppin.
Í myrkrinu stendur maður...
Þú dettur og rekur þig utan í ryðgað járn. Þú finnur heitt blóð renna niður síðuna á þér, þú finnur hvernig sársaukinn rekur þig áfram. Þú ert orðinn móð, þreytt og óglatt. Þú stendur upp og ætlar að halda áfram en það er of seint.
Yfir þér stendur maður í myrkrinu og hlær...
|