Saturday, December 30, 2006

Saddam hengdur.

Leiðtogi þjóðar sem bannar hengingar framselur Saddam og fagnar aftöku hans.

Leiðtogi þjóðar sem fordæmir og bannar aftökur fagnar því að Saddam hafi nú svarað til saka.

Þjóð sem að hafði Saddam í haldi sendir út yfirlýsingu og gerir ráð fyrir hefndaraðgerðum í Írak vegna aftöku Saddams stendur aðgerðarlaus.

Mér finnst þetta allt óttalega skrýtið og stundum finnst mér bara eins og ég eigi aldrei eftir að skilja þessa hluti.

Hvað verður næst?

Verður Bush handtekinn eftir 30 ár og dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað ólögmæta innrás í Írak og verið valdur dauða mörg þúsunda?

Spurning: Ef þú ert venjulegur maður og þú tekur ákvörðun eða gerir eitthvað sem veldur því að annar maður deyr eru venjulega kallaður morðingi.
Ef þú ert pólitíkus og þú tekur ákvörðun eða gerir eitthvað sem veldur því að annar maður deyr, hvað ertu þá?

Wednesday, December 13, 2006

Stekkjastaur hrekkur um stekk á staurinn...

Gleymið Hér & Nú. Gleymið Séð & Heyrt. Gleymið öllu sem þið hafið lesið í DV. Skólastrákurinn hefur nýlokið námskeiði í rannsóknarblaðamennsku og er nú búinn að koma upp um hrikalegt hneyksli.

Nýverið var skólastrákurinn í rannsóknarferð upp á ónefndri heiði til að athuga framkvæmdir virkjunarfyrirtækja. Brá honum heldur í brún þegar hann gengur beint upp að jólasveini sem er á leið sinni niður í byggðir. Skólastrákurinn varð var við einhver ókindar hljóð og gægðist yfir lítin hól. Sá hann þar Stekkjastaur á fullu í fornri bændaíþrótt sem nefnist rollu glíma.

Greyið stekkjastaur varð var við Skólastrákinn undir eins og hljóp í burtu til byggða eins og elding... Stekkjastaur brá reyndar svo mikið að hann gleymdi að setja staurinn sinn aftur í buxurnar og datt beint á hann. TF-LÍF var kölluð út og var Sveinki fluttur á sjúkrahús þar sem hann gengur í gegnum stífar skurðaðgerðir til að laga skaðann ásamt því sem að hann mun væntanlega þurfa á langri endurhæfingu að halda.

Þegar Stekkjastaur var spurður hvernig stæði á því að hann hefði verið aleinn upp á hálendi með afturlappirnar á rollu í stígvélunum sínum meðan hann héldi um horn hennar svaraði hann: „Sko, planið var nú að ná tvöföldum hælkrók og fella hana en viti menn, ég bara rann til. Hún er svo lúmsk hálkan upp á heiði“.

Ekkert hefur spurst til rollunnar sem varð fyrir atburðinum en lögreglan er að vinna í málinu. Fjölmiðlafulltrúi jólasveinanna okkar er að athuga hvort fresta þurfi jólunum vegna atviksins.

Tuesday, December 12, 2006

Uppfyllingarefni vegna próflesturs...

Skólastrákurinn er upptekinn við próflestur og próftöku. Að því tilefni verður birt innsend saga. Verði ykkur að góðu.

Einu sinni var lítið grænt skrímsli sem langaði í ís en mamma hans sagði nei. Það gekk nú ekki upp og ákvað umskrifaður einstaklingur að taka til óskiptra málanna, þá sagði mamman "Nei, maður segir mála hana". Ekki borða svona mikið sagði ljóta svínið og skokkaði á staur. Ái sagði hann við hundinn og konuna sem dó. Eftir allt reyndist heilaæxlið hnas verra en manninn. Þetta var maðurinn sem hafði kveikt gífurlegar langanir hjá söguhetju okkar. Söguhetjan ákvað að sýna honum tattúið sem var svo mikil sýking í, hann kreisti og kreisti og út kom lítill mjúkur og gulur páskaungi sem söng fallega en svo stikaði hann burt í fússi, alveg brjálður eins og kexið hans Óla. Henni þótti það ekkert svakalega gott og hennti því í ruslið.