Thursday, March 29, 2007

Búri ehf kynnir Barnabúr.

Nútíma samfélag er meira en firrt. Börn okkar eru stanslaust í fjölmiðlum, misnotkun, lélegar einkunnir, dónaskapur os.frv os.frv. Í kjölfar þess að algjört fjölmiðlafár hefur ríkt varðandi þessi málefni hafa foreldrar orðið ofurnæmir, taugaveiklaðir, hræddir og stressaðir. Heilsu barna þeirra fer stanslaus hrakandi, á meðan ósonlagið þynnist og þynnist þá fitna börnin okkar meira og meira. Þau eru orðin dónaleg vegna þess að þau eyða fleiri klukkustundum á dag í Play-X-Station-Box tölvum, sýna lakari og lakari árangur í skóla vegna lesblindufaraldurs og sinnuleysi foreldra. Kennarar eru hættir að sinna börnunum meðan barnaníðingar leika lausum hala allstaðar og bjóða upp á nammi.

Þið þurfið þó ekki að hafa meiri áhyggjur. Lausnin er komin, og hefur reyndar verið til staðar í lengri lengri tíma. Barnabúr njóta nú sífellt meiri vinsælda hér á landi, foreldrar hrannast í búðir til að kaupa þessi undratæki. Nú þurfa foreldrar ekki að hafa frekari áhyggjur af börnunum sínum.

Í búrunum eru öll þægindi sem hægt er að hugsa sér fyrir nútíma barnið. Færanlegir matardallar, 1L losanlegar vatnsflöskur, litlir speglar og önnur leikföng sem festa má á búrið eða hafa inn í því. Hægt er að velja um mismunandi tegundir botna, mjúkir með trémulningi eða harðir með fylltum pappa.

Barnaverndaryfirvöld standa á gati gagnvart þessum búrum enda er um kraftaverkalausn að ræða.

ÉG hef nú bara aldrei séð annað eins, þetta eru undratæki. Með þessu áframhaldi verður hægt að uppræta hegðunarvandamál skólabarna án afskipta barnaverndar. Sannkölluð guðsgjöf“

Nú nýverið kom ný tegund af búrum fyrir foreldra offeitra barna. Þessi búr, svokölluð Skinner búr, byggja á hagstæðum styrkingarskilmálum fyrir barnið. Barnið er látið á hlaupabretti til að vinna sér inn fyrir fæðu og drykk. Hægt er að breyta styrkingarskilmálum, en lítill bæklingur fylgir með. Fyrir foreldra þeirra barna sem eru stjórnlaus oft á tíðum er hægt að fá búr með elektróðum í botninum, en þær gefa frá sér stuttan 2000 volta straum.

Langir biðlistar hafa myndast eftir búrunum og ríkir blómstrandi viðskiptalíf í kringum þessa iðju.

VARIST EFTIRLÍKINGAR.