Wednesday, June 20, 2007

Búrhval rak á land við Stokkseyri.

Tekið frá mbl.is 20.júní 2007: "Hræ af allt að 15 metra löngum búrhvalstarfi hefur rekið á land við Stokkseyri. Tilkynnt var um hvalrekann í dag og kannaði lögreglan aðstæður í fjörunni nú eftir hádegi. Hvalurinn hefur greinilega legið í fjörunni í einhvern tíma en er þó ekki farinn að rotna mikið."

Það eina sem skólastrákurinn hefur um þetta að segja er: Guði sé lof!

Lögreglan hefur sem betur fer mætt á svæðið. Þannig er mál með vexti að skólastrákurinn hefur nú undanfarna 3 mánuði verið í miklum þrætum við lögregluna á Íslandi. Rannsóknir hans á hvalreka í kringum landið síðastliðin 7 ár benda til þess að raðmorðingi er á ferð um hafið í kringum Ísland.

Skólastrákurinn hefur sett saman prófíl af manninum sem er líklegur sökudólgur.
  1. Hvítur og karlkyns

  2. Aldrinum 20-45

  3. Vanmáttarkennd gagnvart sjálfum sér.

  4. Á til með að taka óvænt bræðisköst.

  5. Líklega haldin ranghugmyndum. Kallar sjálfan sig Ahab í gríð og erg.

  6. Áráttukenndar hugsanir um hvíta hvali.

  7. Pípuhattur, væntanlega til að bæta upp fyrir stærð skutulsins.

Þessi maður er líklegur til að brjóta aftur af sér, og mun gera svo við fyrsta tækifæri. Lögreglan er komin á sporið og er á eftir honum. Það gerir hann reiðan og kveikir undir vanmáttarkennd hans. Hann er sífellt að leitu eftir "hinum eina sanna" eða "þeim hvíta". Hann drepur hvalina og kemur þeim fyrir í fjörunni og sviðsetur hvalreka.

Feitu fólki er ráðlegt að forðast sjóböð og þá sérstaklega albínó fólki.


Hafið augun opin.