Pediophobia
Þú ferð fram úr rúminu og labbar að hillunni. Dúkkann situr enn og glottir. „Þetta er bara dúkka, hvað er ég að stressa mig?“ hugsar þú og teygir hendurnar fram. Það virðist eins og tíminn stoppi, allur kraftur rennur úr höndum þínum. Þú stífnar upp, svitnar, nærð ekki að anda. Þú horfir beint á dúkkuna og getur ekki hreyft augun. Varir hennar fara hreyfast, hausinn snýst í hring og skjanna hvít augun glennast upp. Augu hennar grípa þig, skyndilega hnígur þú niður, máttlaus, varnarlaus. Dúkkan horfir ennþá á þig, sýgur nautnalega síðustu krafta sálar þinnar, það eina mannlega sem er eftir í þér. Þú horfir enn í augu hennar, getur ekki vikið þér undan, dauðagrip augna hennar óumflýjanlegt. Lungun í þér lamast, köfnunartilfinning tekur völdin, tilfinning sprettur fram í líkamann í vorkunnarlegum krömpum. Þú iðar um á gólfinu eins og ormur á votri götu. Þú getur ekkert gert. Allt verður dimmt. Sálarkraftar þínir horfnir, ekkert eftir nema líkaminn, tóm skel.
Líkaminn þinn er orðinn hvítur og stífur, þú liggur hreyfingarlaus og starir með tómum augum út í loftið, eins og lífvana postulínsdúkka.
|