Að gefnu tilefni...
Vegna kvörtunar sem barst í dag þann 5. nóvember hefur skólastrákurinn yfirfarið nýlegustu texta á þessari litlu vefsíðu. Í kvörtuninni kom fram að mikið væri stafsetningarvillur og annan slíkan viðbjóð. Hefur höfundur því farið yfir síðustu sjö færslur.
Færsla: Í fréttum er þetta helst..
...og rússnesku mafínunni. Stafavíxl. Hér má segja að um innsláttarvillu sé að ræða....Mjólkusamsalan er ekki talin vera viðriðin málið. Vantar R. Innsláttarvilla.
Færsla:Geimverur hafa gert innrás.
...Ullinn hafði engin áhrif á geimverunar. Hér er um ljóta villu að ræða, orðið ætti að skrifast sem svo: Geimverurnar.Færsla: Tíminn líður.
...sem er nokkuð ógvekjandi. Hér vantar N í orðið ógnvekjandi. Innsláttarvilla.Færsla: Hugleysi...
Hér er engar stafsetningarvillur að finna.Færsla: Nördalegt neyðarástand.
Nátturusinnaðir nördar höfðu ruðst... Hér er orðið nátturusinnaðir skrifað vitlaust því það vantar Ú. Orðið ætti að skrifast sem svo: Náttúrusinnaðir....í þeim tilgangi að hreinsa skólan. Hér er erfitt að segja til hvort um sé að ræða innsláttarvillu eða stafsetningarvillu. Orðið ætti að skrifast sem svo: Skólann.
...og óhreinan raftækjareykin. Hér er um stafsetningarvillu að ræða því það vantar eitt N. Orðið ætti að skrifast sem svo: Raftækjareykinn.
...niður í asmaköstum. Hér er spursmál um hvort þetta sé í raun stafsetningarvilla. Samkvæmt ráðleggingum er sagt að orðið ætti að vera astmaköstum en ekki asmaköstum. Nútímaleg íslenska eða ekki, enda er orðið astmi tökuorð held ég.
Færsla: Margt býr í myrkrinu.
... einstaka snökkt og kjökur. Hér er orðið snökkt skrifað vitlaust. Orðið á að vera snökt með einu K en ekki tveimur.Hálsin þinn stífnar þegar... Hér er nokkuð gróf villa á ferð og algjörlega óafsakandi. Hér vatnar eitt N í orðið Hálsinn.
...tvær ókunnungar sterkar. Hér er ekki um stafsetningarvillu að ræða. Innsláttarvilla.
Færsla: Apar koma til varnar.
Hér er enga stafsetningarvillu að finna.Skólastrákurinn er að sjálfsögðu niðurbrotinn maður eftir þessa yfirferð. Þótt það sé greinilegt að oft sé um innsláttarvillur að ræða þá eru að læðast inn slíkar kjánalegar stafsetningarvillur að ekki er víst að skólastrákurinn muni ná að jafna sig á næstunni.
Skólastrákurinn biður lesendur sína innilega afsökunar og vonar að þeir sjái sér fært að fyrirgefa honum. Notendur geta nálgast endurgreiðslu í tengslum við netnotkun sem hefur farið í lestur þessarar síðu hjá þjónustuaðilum sínum.
Takk fyrir.
|