Monday, November 13, 2006

Að vera fylltur fúllri fýlu

Skólastrákinum finnst það farið að vera mjög niðurdragandi að fara í kaffisöluna hérna í skólanum. Konurnar sem vinna þar yfirleitt eru svo fýldar og leiðinlegar að það hálfa væri nóg. Hann reynir að mæta þarna með bros á vör og hýr á brún en ekkert gengur eftir. Alltaf sama fýlan, það er kraftaverki líkast ef honum er boðið góðan daginn. Þetta er alls ekki nógu gott. Er einhver sérstök ástæða sem má finna fyrir þessu? Er þetta ættgengur erfðasjúkdómur sem gengur á milli sjoppukvenna?

Skólastrákurinn er á engan veginn sáttur við þessa framkomu og ætlar ekki að láta þetta viðgangast. Skólastrákurinn ætlar í átak. Hann ætlar alltaf að bjóða góðan daginn og vera hress og kátur við starfskonurnar. Hann ætlar með þessari aðferð að ná fram lífeðlislegri svörun hjá konunum og sjá hvort þær geti brosað og jafnvel hreyft augun að einhverju marki.

Þetta er ekkert grín! Fyrir utan það að skólastrákurinn sé viss um erfðafræðilegan þátt í þessum fúlheitum þá er hann einnig viss um að svipbrigðsleysin hjá sjoppukonunum megi rekja til botox. Jú, mælingar á sýrustigi kaffidrykkja sem boðið er uppá sýna að efnið Botofýlíumoxileiðinlegsín eða BOTOX sé til staðar í kaffibrúsum í hættulega miklu magni. Starfskonurnar meðhöndla umrædda brúsa 7-12x á dag ásamt því að neita kaffidrykkja beint úr þeim, þær eru því í hóp sem á auknar líkur á að verða fýldur og leiðinlegur.

Frekari niðurstaða er að vænta frá rannsóknarstofu Skólastráksins, en þangað til er fólk hvatt til að þynna skólakaffið sitt út með eftirfarandi hlutum.

  • Vatni
  • Mjólk
  • Sykri
  • Prozak
Þess má einnig geta að Skólastrákurinn hefur breytt útliti síðunnar í síðasta skipti í bili, enda er hann kominn með leið á þrotlausri leit hins fullkomna útlits.

Takk fyrir.