Wednesday, September 20, 2006

Asmalegar ismapælingar.

Einu sinni var maður. Hann vildi rannsaka hvert náttúrulegt grunneðli mannsins væri. Allir hrópuðu húrra og var hann talinn aðdáandi náttúruisma. Síðan sagði hann "Við getum ekki sýnt fram á ákveðna þætti grunneðlis mannsins með rökum eða þekkingu, hvernig getum við verið viss um eitthvað sem kannski ekki er". Allir púuðu og sögðu að hann væri ekkert annað en andskotans aðdáandi skeptisma. Maðurinn svaraði fyrir sig "Ég er ekki skeptisti, ég er post skeptisti eða móderískur skeptisti og þá varla það. Ég vil reiða mig á efahyggju, en þó innan marka þess sem skynsemin segir til um. En eitt ætla ég að segja ykkur, og það er að skynjun er okkar besta, ef ekki eina leiðin til þekkingar á heiminum". Þá stoppuðu nú allir og þögðu í smá stund, þetta var eitthvað sem þau vissu ekki hvað var, þannig þá fékk maðurinn nýjan stimpil. Nú var hann orðinn Sálfræðilegur Atómisti.


Nú spyr ég? Hvað er þessi maður?

Er hann náttúrusinnaður skepitsti sem aðhyllist postskeptisma en líkar vel við móderískan skeptisma en er þó í raun sálfræðilegur atómisti?

Eða er hann Postmodernískur skeptisti sem vill vera nátturuhyggjumaður en getur það ekki alveg því hann er sálfræðilegur atómisti.

Er hann Sálfræðilegur Atómismi sem er móderísk skeptískur á náttúrhyggjuna en þó mest skeptískur á sjálfan sig því hann finnur ekkert sjálf þegar hann nýtir sér innlit?

Ég svo sannarlega veit það ekki! Ég er ekki alveg að kveikja á þessu, en ef það er einhver þarna úti sem er með lykillinn að allri sögu sálfræðinnar má hann eða hún endilega hafa samband.

Takk fyrir.