Tuesday, September 12, 2006

hlutabref.is

Ég rakst á ansi skemmtilegan leik á netinu í dag. Þetta er hugverk 5 fyrrverandi nema úr HR (Háskóla Reykjavíkur). Þeim fannst vanta fræðslu um hlutabréf hérna heima og ákváðu að taka í sínar hendur að búa til leik sem byggir algjörlega á hlutabréfamarkaðinum hérna heima.

Leikurinn er mjög raunverulegur að því leyti að hann byggist upp á raunverulegum gildum hlutabréf á ICEX markaðinum. Það er þó einn munur, en í leiknum er tekið fast þóknunargjald upp á 1%, en þetta þóknunargjald er misjafnt í raunveruleikanum.

Leikurinn er algjörlega frír og byrjar hver þátttakandi með 1.000.000 kr í pening (gervipening þó þvímiður) og svo er bara að byrja að kaupa og selja.

Það er hægt að nálgast allskonar fræðsluefni á síðunni um hlutabréf og aðra skylda hluti. Skemmtilegt framtak í alla staði. Tékkið endilega á þessu :)