Ostaveisla fer úr böndunum
Fyrr í morgun bárust fregnir á fréttastofu skólastráksins að ungur karlmaður hefði látist eftir að hafa pantað sér ostapizzu með aukaosti. Þegar pizzan var borin fram kom í ljós að maðurinn réði ekki við allann ostinn. Fyrsta sneiðin sem hann tók upp innhélt svo mikinn ost að hann festi fingur í honum. Maðurinn, sem að sögn þjóna var óreyndur á sviði pizzaáts, reyndi samstundis að leysa fingurinn en festi sig meira í kjölfarið. Kokkar á veitingastaðnum kölluðu eftir hjálp slökkviliðsins sem mættu samstundis. Þegar þeir komu að manninum kom í ljós að hann væri orðinn það flæktur í ostinn að það þyrfti að kalla út tækjabílinn og reyna að klippa hann út. Í öllu óðagotinu missti maðurinn stjórn á sér. Í kjölfarið náði ostaflækjan upp fyrir bringu og náði að vefjast utan um hálsin á honum.
Talið er að maðurinn hafi ekki getað séð hvað hann var að gera vegna ákveðinna gastegunda sem bárust í augu hans þegar gráðaostur og brie ostur náðu að blandast saman.
Að sögn verslunarstjóra staðarins var nýr kokkur á vaktinni og gerði sér ekki grein fyrir vanþekkingu viðskiptavinarins á ostapizzum."Hann hefði aldrei átt að leyfa honum að fá aukaost á pizzuna."
Vísindamenn hafa nú til margra ára lagt tugþúsundir vinnutíma í það að skilja hvernig þessar ostapizzur virka og hvað veldur þessari hættulegu virkni þegar aukaost er bætt við. Samkvæmt heimildum skólastráksins þá margfaldast þéttleiki ostsins ásamt því að ákveðinn togkraftur myndast þegar osturinn byrjar að kólna.
Talið er að ef pizzan hefði ekki náð að kólna svona hratt þá hefði verið hægt að bjarga manninum.
Skólastrákurinn mun fylgjast meira með málinu.
|