Tuesday, July 03, 2007

Allt er nú til!

Islamophobia. Órökréttur ótti í tengslum við Islamtrúað fólk.

Islamophobia vísar til þess einstaklings sem ber mikinn ótta eða hatur í garð múslíma eða eru Islamstrúar.

Sá eða sú sem er þjakaður af Islamophobiu trúir því að:
  • Allir eða flestir múslímar séu trúarofstækisfólk.
  • Allir múslímar séu ofbeldishneigðir gagnhvart öllum þeim sem eru ekki múslímatrúar.
  • Allir múslímar styðji og séu hlynntir hryðjuverkum.
  • Allir múslímar hafna jafnrétti, umburðarlyndi, lýðræði og mannréttindum.
  • Allir múslímar hafa önnur gildi en aðrir, hafa ekki skilning á viðhorfum annarra og geta ekki tekið breytingum.

Sá eða sú sem er þjakaður af Islamophobiu trúir því einnig að:

  • Vestræn gildi séu að öllu leyti betri en viðhorf múslíma sem séu ósiðmenntuð, órökrétt, frumstæð og niðurlægjandi fyrir konur.
  • Islam sé pólitísk hugmyndafræði sem sé notuð í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi.
  • Fólk sem er sárlega þjakað af þessum hrikalega sjúkdómi er heldur ekki tilbúið til að hlusta á gagnrýni múslíma varðandi neikvæð viðhorf eða hugsanagang í hinum vestræna heimi.

Þessar hugmyndir um Islam og múslíma eru svo notaðar til að réttlæta mismun í garð múslima og útilokun múslíma frá samfélaginu. Með þessu réttlætir fólkið neikvæð viðhorf til múslíma og hegðun í garð múslíma og það talið vera eðlilegt.


Nú spyr skólastrákurinn: Er það ekki aðeins of langt gengið að búa til sjúkdóm sem tengist þessu. Getum við ekki bara kallað þetta fólk fáfrótt, þrjóskt, sjálfhverft og vitlaust. Þurfum við virkilega að réttlæta slíka hluti með því að búa til sjúkdóm. Getum við ekki bara sagt þessu fólki að kynna sér málið?

Ætli ég sé kannski með Islamophobicassholeaphobia.