Saturday, January 27, 2007

Fatlaðir fá gula spjaldið!

Skólastrákurinn með frétt frá Þýskalandi!

Ungur karlmaður var rekinn af velli á HM í handbolta eftir að hafa upplifað kraftaverk og staðið upp.

Málið var þannig að umræddur strákur hafði verið lamaður alla sína ævi. Hann hafði fengið starf hjá Þýska landsliðinu sem “svalastrákur” en hann sér um að útvega vatn í brúsana fyrir leikmenn. Strákurinn fékk að öllu jöfnu að sitja við varamannabekkinn vegna góðs aðgengis fyrir hjólastóla.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fann strákurinn sannkallaðan íþrótta anda streyma yfir líkama sinn þegar þjóðverjar skoruðu. Strákurinn hoppaði upp af kæti og stóð í lappirnar. Þetta var sannkallað kraftaverk. Hann hafði ekki staðið í meira en 10 sekúndur þegar dómari flautar og stöðvar tímann. Drengurinn fær aðvörun og 2 mínútur útaf!

Samkvæmt reglum mega ekki fleiri en einn leikmaður standa á hverri stundu við varamannabekkinn. Eftir hörð mótmæli stráksins og þjálfara liðsins var honum vísað af velli og beint í sturtu.

“ Ich bare veisen ikkert. Ich bare standen upp und hoppen auf das marken bevast skorent. Ich tarven ikke lenguren ge-note das hjolenschtol und kan gibe das wasser auf mine fotts.” Þetta sagði strákurinn, Hermann Von Hjolstoltz, í einkaviðtali við skólastrákinn. Það er óþarfi að taka fram að hann er vægast sagt í sjokki eftir þessa lífsreynslu.

Sannkölluð kraftaverkatíð hefur gengið yfir á HM tíðinni í handbolta. Frakkar töpuðu nú um daginn fyrir Íslendingum og í dag tryggðu þeir sér sæti í 8-liða úrslitum.

Þessi sending var frá skólastrákinum í Þýskalandi.

Áfram Ísland
Sýnið hvað þið getið
Með boltann í netið.