Monday, January 22, 2007

Búskmenn Berjast gegn Brautarbræði

Skólastrákurinn hefur ekkert getað bloggað í smá tíma vegna átaka sem hann lenti í við frumbyggja í Afríku. Skólastrákurinn var að vinna grein í tengslum við brautabræði (road rage) og ákvað því að skella sér til Afríku, staðarins þar sem hjólið var fundið upp.

Á þriðja degi ferðar minnar í skóginum varð á vegi mínum tígrisdýr sem því miður virtist vera nokkuð hungrað. Skólastrákurinn var vel þegin tilbreyting í matseðilinn, þ.e.a.s. hvítt kjöt. Til allrar hamingju var ég í nýju Adidas hlaupaskónum mínum og náði því ágætis forskoti á kvikyndið. Til allrar ólukku þá hljóp ég beint inn í lítið þorp sem hafið verið falið fyrir manninum í árþúsundir.

Íbúar þorpsins voru afkomendur þeirra sem fundu upp hjólið og þarf því varla að taka fram að þeir tóku umferðarreglunum mjög alvarlega. Umferðarreglunar sem um ræðir eru ævafornar og komu fram 40000 f.kr. Sökum stífra reglna varðandi umferðina og sérstæða einangrun þorpsins eru umferðarreglunar orðnar að trúbrögðum hjá þessum ættbálki.

Þegar ég kom hlaupandi á blússandi ferð þá sinnti ég ekki ævafornri stöðvunarskyldu við mörk þorpsins. Þorpsbúarnir fönguðu mig í net og hentu mér í dimman kofa þar sem ég þurfti að dvelja við í heila viku á samskipta við fólkið. Það eina sem ég fékk var vatn og ökukennslubækur. Til allrar hamingju voru bækurnar gerðar úr laufum og stafirnir skrifaðir með afgangs kjötseyði úr kvöldmati þorpsbúa og gat ég því borðað bækurnar jafn óðum og ég las þær. Brainfood.

Ég lærði tungumálið og var tekinn í þeirra hóp. Þar lærði ég umferðarreglurnar, siðfræðina á bakvið umferðina og lærði um þá flóknu líffveru sem umferðarmenningin er. Þegar ég hafði loksins lært að gefa stefnuljós, veita séns við akreinaskipti og síðast en ekki síst, lært að stoppa á rauðu ljósi voru þorpsbúar tilbúnir að sleppa mér.

Nú er ég kominn heim og hef hafið að dreifa út boðskap umferðarlaganna. Þetta er lífsreynsla sem hefur breytt mér og gert mig að betri manni. Boðskapinum skal dreift um alla þjóðina og hef ég fengið til liðs með mér lögregluna á íslandi.

Ég vil þakka íbúum þorpsins og höfðingja þeirra, Bíb bíb úm bala. Kona hans ZH-351 fær sérstakar þakkir fyrir góðan mat og sonur þeirra og lærimeistari minn, Brummbrumm Brens!Benz, fær mestu þakkirnar. Án hans kynni ég ekki að keyra.

Takk fyrir.