Wednesday, December 13, 2006

Stekkjastaur hrekkur um stekk á staurinn...

Gleymið Hér & Nú. Gleymið Séð & Heyrt. Gleymið öllu sem þið hafið lesið í DV. Skólastrákurinn hefur nýlokið námskeiði í rannsóknarblaðamennsku og er nú búinn að koma upp um hrikalegt hneyksli.

Nýverið var skólastrákurinn í rannsóknarferð upp á ónefndri heiði til að athuga framkvæmdir virkjunarfyrirtækja. Brá honum heldur í brún þegar hann gengur beint upp að jólasveini sem er á leið sinni niður í byggðir. Skólastrákurinn varð var við einhver ókindar hljóð og gægðist yfir lítin hól. Sá hann þar Stekkjastaur á fullu í fornri bændaíþrótt sem nefnist rollu glíma.

Greyið stekkjastaur varð var við Skólastrákinn undir eins og hljóp í burtu til byggða eins og elding... Stekkjastaur brá reyndar svo mikið að hann gleymdi að setja staurinn sinn aftur í buxurnar og datt beint á hann. TF-LÍF var kölluð út og var Sveinki fluttur á sjúkrahús þar sem hann gengur í gegnum stífar skurðaðgerðir til að laga skaðann ásamt því sem að hann mun væntanlega þurfa á langri endurhæfingu að halda.

Þegar Stekkjastaur var spurður hvernig stæði á því að hann hefði verið aleinn upp á hálendi með afturlappirnar á rollu í stígvélunum sínum meðan hann héldi um horn hennar svaraði hann: „Sko, planið var nú að ná tvöföldum hælkrók og fella hana en viti menn, ég bara rann til. Hún er svo lúmsk hálkan upp á heiði“.

Ekkert hefur spurst til rollunnar sem varð fyrir atburðinum en lögreglan er að vinna í málinu. Fjölmiðlafulltrúi jólasveinanna okkar er að athuga hvort fresta þurfi jólunum vegna atviksins.