Saturday, December 30, 2006

Saddam hengdur.

Leiðtogi þjóðar sem bannar hengingar framselur Saddam og fagnar aftöku hans.

Leiðtogi þjóðar sem fordæmir og bannar aftökur fagnar því að Saddam hafi nú svarað til saka.

Þjóð sem að hafði Saddam í haldi sendir út yfirlýsingu og gerir ráð fyrir hefndaraðgerðum í Írak vegna aftöku Saddams stendur aðgerðarlaus.

Mér finnst þetta allt óttalega skrýtið og stundum finnst mér bara eins og ég eigi aldrei eftir að skilja þessa hluti.

Hvað verður næst?

Verður Bush handtekinn eftir 30 ár og dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað ólögmæta innrás í Írak og verið valdur dauða mörg þúsunda?

Spurning: Ef þú ert venjulegur maður og þú tekur ákvörðun eða gerir eitthvað sem veldur því að annar maður deyr eru venjulega kallaður morðingi.
Ef þú ert pólitíkus og þú tekur ákvörðun eða gerir eitthvað sem veldur því að annar maður deyr, hvað ertu þá?